Fara í efni

Opið málþing um velferð gæludýra á Akureyri

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið minna á opið málþing um nýjar reglur um velferð gæludýra fimmtudaginn 17. mars kl. 13:00 – 16:00 í fundarsal Hótel Kea á Akureyri. Skráningarfrestur er til dagsins í dag. Skráning fer fram á netfanginu mast@mast.is. Vinsamlega takið fram fullt nafn, fyrirtæki/samtök og netfang þátttakanda við skráningu.

Á málþinginu gefst gæludýraeigendum og öðrum áhugasömum kostur á að fræðast um kröfur og helstu nýmæli nýrrar reglugerðar um velferð gæludýra, með gagnvirkum umræðum í lokin. Dagskrá og nánari upplýsingar má nálgast hér að neðan.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?