Fara í efni

Ómerkt soja í skinku frá Norðlenska

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá fyrirtækinu Norðlenska um að það hafi innkallað skinku því hún var vanmerkt m.t.t. ofnæmisvalda.

Vegna mistaka við merkingu kemur ekki fram að varan inniheldur vatnsrofin sojaprótein sem er á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda.

  • Vörumerki: Bautabúrið
  • Vöruheiti: Heimilisskinka
  • Umbúðir. Plastbox
  • Best fyrir dagsetningar: Frá bfd. 29.6.2016 til og með 24.07.2016.
  • Framleiðandi: Norðlenska matborðið, Grímseyjargötu, 602 Akureyri

Innköllunin hefur farið fram en neytendur eiga umrædda vöru og eru með ofnæmi eða óþol fyrir sojapróteinum eiga að farga henni eða skila í þá verslun sem hún var keypt.

Ítarefni

Frétt uppfærð 08.09.16


Getum við bætt efni síðunnar?