Fara í efni

Ómerkt mjólk í “No Porkies” pylsum og “No Bull” bolognese

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar neytendur með mjólkurofnæmi- eða óþol við neyslu á “VEGAN No Bull Bolognese, 350 g” og “VEGAN No Porkies Sausages 8 pk” sem framleidd eru fyrir verslunarkeðjuna Iceland. Vörurnar gætu innihaldið mjólk án þess að það komi fram í innihaldsslýsingu. Innflutningsaðili vörunnar, Samkaup, hefur innkallað vörurnar af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.

Innköllunin nær til:

 • Vörumerki:  No Bull
 • Vöruheiti:  No Bull Bolognese
 • Framleiðandi:  Primel Gastronomie (fyrir Iceland UK)
 • Þyngd:  350 g
 • Geymsluskilyrði:  Frosið
 • Lotunúmer og dagsetningar:  Allar lotur og allar dagsetningar.
 • Strikamerkisnúmer:  3289470013049
 • Framleiðsluland:  Frakkland
 • Dreifing:  Allar verslanir Iceland (Arnarbakka, Engihjalla, Glæsibæ, Vesturbergi og Hafnarfirði)
 • Vörumerki:  No Porkies
 • Vöruheiti:  No Porkies Sausages
 • Framleiðandi:  Primel Gastronomie (fyrir Iceland UK)
 • Eining:  8 stk.
 • Geymsluskilyrði:  Frosið
 • Lotunúmer og dagsetningar:  Allar lotur og allar dagsetningar
 • Strikamerkisnúmer:  3289470012912
 • Framleiðsluland:  Frakkland
 • Dreifing:  Allar verslanir Iceland (Arnarbakka, Engihjalla, Glæsibæ, Vesturbergi og Hafnarfirði)

Innköllun á vegan pylsum og Bolognese

Neytendur sem hafa ofnæmi / óþol fyrir mjólk er bent á að neyta hennar ekki.  Þeir viðskiptavinir sem kunna að eiga þessar vörur geta skilað þeim og fengið endurgreitt í öllum verslunum Iceland.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?