Fara í efni

Ólöglegt varnarefni í brauðblöndum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við Funksjonell Mat brauðblöndum sem HB heildverslun ehf. flytur inn. Brauðblöndurnar innihalda varnarefnið etýlen oxíð sem er ekki leyfilegt að nota í matvælaframleiðslu. Fyrirtækið hefur innkallað vörurnar í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi vörur og framleiðslulotur:

 • Vörumerki: Funksjonell Mat
 • Vöruheiti: Fiberbrød/Fibre bread
 • Best fyrir dagsetningar: Sep.21 og Apr.22
 • Lotunúmer: 933364x, 933464x, 933564x og 131857x
 • Strikamerki: 7090017540609 og 7090017540623
 • Nettómagn: 250g og 1kg
 • Framleiðandi: Funksjonell Mat AS
 • Framleiðsluland: Noregur
 • Innflytjandi: HB heildverslun ehf., Skútuvogi 11a, 104 Reykjavík.
 • Vörumerki: Funksjonell Mat
 • Vöruheiti: Chia Bread
 • Best fyrir dagsetningar: Okt.21 og Mar.22
 • Lotunúmer: AL93546577 og AL527822
 • Strikamerki: 709007541361
 • Nettómagn: 250g
 • Framleiðandi: Funksjonell Mat AS
 • Framleiðsluland: Noregur
 • Innflytjandi: HB heildverslun ehf., Skútuvogi 11a, 104 Reykjavík.
 • Dreifing: Heimkaup, Bónus, Hagkaup, Krónan, Fjarðarkaup, Melabúðin Hlíðarkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Kaupfélag Vestur Húnvetninga.

Funksjonell Mat brauðblöndur

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreindar vörur með þeim lotunúmerum og best fyrir lok dagsetningum sem þar eru tilgreindar eru beðnir um að neyta þeirra ekki og farga en einnig er hægt að skila þeim í versluninni þar sem þær voru keyptar. Nánari upplýsingar um innköllunina veitir HB heildverslun ehf í síma 555 1234.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?