Fara í efni

Ólögleg innihaldsefni í fæðubótarefni

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
  Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur stöðvað sölu og innkallað úr verslunum eftirfarandi vöru:

Vöruheiti: Active Fat Burner.
Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili:  Framleidd af BioTech USA í Bandaríkjunum.  Innflutt til Íslands og dreift af Sportlífi, Álfheimum 74, 104 Reykjavík.
Auðkenni/skýringartexti:   Um er að ræða fæðubótarefni.  Varan inniheldur jurtina Uva-Ursi sem fengið hefur B-flokkun hjá Lyfjastofnun.  Leiki vafi á því hvort einstök efnasambönd teljist lyf sker Lyfjastofnun úr.  Active Fat Burner frá BioTech USA skal færa til flokkunar hjá Lyfjastofnun nú þegar. Einnig eru aðrar athugasemdir gerðar við umbúðamerkingar og innihaldsefni vörunnar.  Strikanúmer 5999500537657.
Laga- /reglugerðarákvæði:  Reglugerð nr. 624/2004 um fæðubótarefni, með síðari breytingum.  Reglugerð nr. 410/2009 um merkingu næringargildis matvæla, með síðari breytingum.  Reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum.  11. gr. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.  
Áætluð dreifing innanlands: Verslun Sportlífs (vefverslun og verslun fyrirtækisins í Glæsibæ).


Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?