Öll sýni neikvæð
Frétt -
29.10.2012
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hafa borist niðurstöður úr öllum mjólkurtanksýnum, alls 655 sýnum, frá Tilraunastöðinni á Keldum vegna smitandi barkabólgu í kúm. Öll sýni voru neikvæð fyrir mótefnum gegn herpesveirunni sem veldur sjúkdómnum. Sýnin voru tekin á öllum þeim búum sem hafa lagt inn mjólk í mjólkurstöð á undanförnum dögum.
Matvælastofnun fagnar þessum fréttum, sem gefa vonir um að sýkingin sé bundin við þau tvö bú sem hafa greinst á Austurlandi.
Enn er beðið niðurstaðna úr sýnum sem voru send til rannsóknar í lok síðustu viku. Fyrirhugaðar eru frekari sýnatökur, m.a. á búunum tveimur, til að kanna nánar útbreiðslu innan þeirra.