Fara í efni

Ófullnægjandi kæling á lönduðum afla í júlí 2010

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.


  Öllum þeim sem stunda fiskveiðar og –vinnslu, ætti að vera ljóst hversu mikilvæg hröð og góð kæling á fiskinum er. Gæði fiskafurða og geymsluþol ráðast ekki hvað síst af því hversu hratt fiskurinn er kældur eftir að hann er veiddur.
 
Samkvæmt 4.tl. II.kafla. VIII þáttar, viðauka III í reglugerð 853/2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu, innleidd með reglugerð nr. 104/2010 þá gildir eftirfarandi um kælingu á afla:
  

„Kæla skal lagarafurðir eins fljótt og hægt er eftir að þær eru teknar um borð…“


Matvælastofnun túlkar þetta ákvæði á þann veg að hitastig fisks verði að vera komið niður í hitastig bráðnandi íss (0-2°C) innan 6 klst. eftir að hann hefur verið veiddur.

Matvælastofnun hvetur sjómenn og aðra fiskverkendur að gæta vel að hitastigi hráefnisins allt frá því fiskurinn er veiddur þar til honum er skilað sem fullunninni afurð, enda hvílir sú skylda á þeim sem veiða og vinna fisk að stuðla að hámörkun verðmæta sem fást úr sjávarfangi, með því að beita góðum framleiðsluháttum í hvívetna.

Veiðieftirlitsmenn Fiskistofu hafa gert hitastigsmælingar á lönduðum afla í sumar. Hér að neðan er sýnt myndrænt hvernig útkoman var í júlí.





Út frá þessari mynd má sjá hversu mikilvægt það er að ísa aflann. Meðaltal í óísuðum afla mældist 8,6°C. Það er hinsvegar ekki nóg að ísa eins sést líka, það þarf að vera framkvæmt á réttan hátt. Leiðbeiningar um aflameðferð og ísun er t.d. að finna á heimasíðu Matís.



Getum við bætt efni síðunnar?