Fara í efni

Nýliðunarstuðningur – yfirferð umsókna lokið

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur lokið yfirferð umsókna um nýliðunarstuðning í landbúnaði fyrir árið 2019. Umsækjendur geta nú nálgast svarbréf við umsókn sinni inni á Bændatorginu undir Rafræn skjöl > Bréf.

Alls bárust 57 umsóknir, af þeim voru 56 umsóknir samþykktar en einni umsókn var hafnað. Fjárhæð til úthlutunar að þessu sinni er 137.187.112 kr. Hæsti styrkur var 9 millj. kr. Umsækjendur voru metnir í forgangshópa út frá menntun, jafnréttissjónarmiði, starfsreynslu, framlegð, eignarhlut og rökstuðningi í umsókn. Í forgangshópi 1 voru 20 umsækjendur og fengu þeir samtals úthlutað 126,3 millj. kr. Í forgangshópi 2 voru 30 umsækjendur sem fengu samtals 10,8 millj kr. í styrk og var hæsti styrkur í þeim hópi rúmar 458.000 kr. Í forgangshópi 3 voru 6 umsækjendur og fengu þeir engan stuðning. 

Um nýliðunarstuðning er fjallað í IV. kafla reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði. Stuðningur getur að hámarki numið 20% af heildarfjárfestingakostnaði á ári. Hámarksframlag er 9 millj kr. og getur nýliði sótt um stuðning til sömu fjárfestingar í allt að þrjú ár, eða þar til hámarki er náð.


Getum við bætt efni síðunnar?