Fara í efni

Nýjustu lög og reglur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Eftirfarandi reglugerðir sem varða matvælaöryggi, plöntuheilbrigði, dýraheilbrigði, dýravelferð, áburð og fóður hafa tekið gildi frá 14. janúar 2014.

Lagabreytingar

  • Lög nr. 4/2014 um breytingu á lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum (viðaukar og reglugerðarheimild).
  • Lög nr. 11/2014 um breytingu á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013.

Reglugerðir

  • Nr. 52/2014 reglugerð um tilkynningar- og skráningarskylda dýrasjúkdóma.
  • Nr. 161/2014 reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar EB nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar.
  • Nr. 167/2014 reglugerð um gildistöku reglugerðar ESB nr. 284/2011 um sérstök skilyrði og nákvæmar verklagsreglur vegna innflutnings á eldhússáhöldum úr polýamíð- og melamínplasti sem eru upprunnin í Alþýðuveldinu Kína og Hong Kong, sérstjórnarsvæði Alþýðuveldisins Kína, eða send þaðan.
  • Nr. 226/2014 reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 977/2011 um gildistöku reglugerðar EB nr. 1332/2008 um ensím í matvælum og um breytingu á tilskipun 83/417/EBE, reglugerð EB nr. 1493/1999, tilskipun 2000/13/EB, tilskipun 2001/112/EB og reglugerð EB nr. 258/97.
  • Nr. 227/2014 reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 973/2011 um gildistöku reglugerðar EB nr. 21/2004 um að koma á kerfi fyrir auðkenningu og skráningu sauðfjár og geita.
  • Nr. 228/2014 reglugerð um (67.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. 
  • Nr. 229/2014 reglugerð um gildistöku reglugerðar ESB nr. 1048/2012 um leyfi fyrir heilsufullyrðingu er varðar matvæli og vísar til minnkunar á sjúkdómsáhættu.
  • Nr. 231/2014 reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 374/2012 um gildistöku reglugerðar ESB nr. 10/2011 um efnivið og hluti úr plasti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli.
  • Nr. 232/2014 reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 265/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 1881/2006 um hámarksgildi fyrir tiltekin aðskotaefni í matvælum.
  • Nr. 233/2014 reglugerð um gildistöku reglugerðar ESB nr. 208/2013 um kröfur um rekjanleika að því er varðar spírur og fræ sem eru ætluð til framleiðslu á spírum.
  • Nr. 234/2014 reglugerð um gildistöku reglugerðar ESB nr. 211/2013 um kröfur varðandi útgáfu vottorða vegna innflutnings til Sambandsins á spírum og fræjum sem ætluð eru til framleiðslu á spírum.
  • Nr. 239/2014 reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 190/2011 um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum.
  • Nr. 254/2014 reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 397/2013 um gildistöku reglugerðar ESB nr. 231/2012 um nákvæmar skilgreiningar á aukefnum í matvælum sem eru tilgreind í II. og III. viðauka við reglugerð EB nr. 1333/2008.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?