Nýjustu lög og reglur
Frétt -
14.06.2013
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Eftirfarandi reglugerðir sem varða matvælaöryggi, plöntuheilbrigði, dýraheilbrigði, dýravelferð, áburð og fóður hafa tekið gildi frá 14. maí 2013.
- Nr. 499/2013 um (5.) breytingu á reglugerð nr. 978/2011 um gildistöku reglugerðar EB nr. 1333/2008 um aukefni í matvælum.
- Nr. 517/2013 um brottfall reglugerðar nr. 311/2011 um gildistöku reglugerðar EB nr. 601/2008 um verndarráðstafanir sem gilda um tilteknar lagarafurðir sem eru fluttar inn frá Gabon og eru ætlaðar til manneldis.
- Nr. 518/2013 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 835/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 669/2009 um framkvæmd reglugerðar EB nr. 882/2004 að því er varðar aukið, opinbert eftirlit með innflutningi á tilteknu fóðri og matvælum, sem eru ekki úr dýraríkinu.
- Nr. 519/2013 um (2.) breytingu á reglugerð nr. 284/2011 um gildistöku reglugerðar EB nr. 1152/2009 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á tilteknum matvælum frá tilteknum þriðju löndum vegna mengunaráhættu af völdum aflatoxína og um að fella úr gildi ákvörðun 2006/504/EB.