Fara í efni

Nýjustu lög og reglur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Eftirfarandi reglugerðir sem varða matvælaöryggi, plöntuheilbrigði, dýraheilbrigði, dýravelferð, áburð og fóður hafa tekið gildi frá 15. apríl 2013.

Reglugerðir:

  • Nr. 349/2013 um gildistöku reglugerðar EB nr. 996/2012 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu og um niðurfellingu reglugerðar (ESB) nr. 284/2012.
  • Nr. 352/2013 um (8.) breytingu á reglugerð nr. 104/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 853/2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu.
  • Nr. 366/2013 um (6.) breytingu á reglugerð nr. 105/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 854/2004 um sértækar reglur um skipulag opinbers eftirlits með afurðum úr dýraríkinu sem eru ætlaðar til manneldis.
  • Nr. 367/2013 um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1254/2008 um heilbrigðiskröfur vegna lagareldisdýra og afurða þeirra og um forvarnir og varnir gegn tilteknum sjúkdómum í lagardýrum, með síðari breytingum.
  • Nr. 368/2013 um (65.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri.
  • Nr. 369/2013 um (2.) breytingu á reglugerð nr. 136/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 2075/2005 um sértækar reglur um opinbert eftirlit með tríkínu í kjöti.
  • Nr. 370/2013 um (8.) breytingu á reglugerð nr. 104/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 853/2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu.
  • Nr. 371/2013 um gildistöku reglugerðar ESB nr. 233/2012 um framkvæmd reglugerðar ESB nr. 999/2001 að því er varðar samþykkt breyttrar landsáætlunar um varnir gegn riðuveiki.
  • Nr. 372/2013 um gildistöku reglugerðar ESB nr. 200/2012 varðandi það markmið Sambandsins að draga úr Salmonella enteritidis og Salmonella typhimurium í hópum holdakjúklinga, eins og kveðið er á um í reglugerð EB nr. 2160/2003.
  • Nr. 375/2013 um (24.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru.
  • Nr. 395/2013 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 107/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 183/2005 um kröfur varðandi hollustuhætti sem varða fóður.
  • Nr. 396/2013 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 568/2008 um góða framleiðsluhætti að því er varðar efni og hluti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli.
  • Nr. 397/2013 um gildistöku reglugerðar ESB nr. 231/2012 um nákvæmar skilgreiningar á aukefnum í matvælum sem eru tilgreind í II. og III. viðauka við reglugerð EB nr. 1333/2008.
  • Nr. 398/2013 um (4.) breytingu á reglugerð nr. 978/2011 um gildistöku reglugerðar EB nr. 1333/2008 um aukefni í matvælum.
  • Nr. 399/2013 um (19.) breytingu á reglugerð nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk.
  • Nr. 400/2013 um (13.) breytingu á reglugerð nr. 672/2008 um hámarksgildi varnarefnaleifa í matvælum og fóðri.
  • Nr. 402/2013 um leyfi eða synjun leyfis fyrir heilsufullyrðingu.
  • Nr. 403/2013 um (4.) breytingu á reglugerð nr. 265/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1881/2006 um hámarksgildi fyrir tiltekin aðskotaefni í matvælum.
  • Nr. 404/2013 um gildistöku reglugerðar ESB nr. 873/2012 um umbreytingarráðstafanir varðandi skrá Sambandsins yfir bragðefni og grunnefni í I. viðauka við reglugerð EB nr. 1334/2008 .
  • Nr. 405/2013 um gildistöku reglugerðar ESB nr. 252/2012 um aðferðir við sýnatöku og greiningu vegna opinbers eftirlits með innihaldi díoxína, díoxínlíkra PCB-efna og ódíoxínlíkra PCB-efna í tilteknum matvælum og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 1883/2006.
  • Nr. 406/2013 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 873/2012 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 234/2011 um framkvæmd reglugerðar EB nr. 1331/2008 um sameiginlega málsmeðferð við leyfisveitingu fyrir aukefni í matvælum, ensím í matvælum og bragðefni í matvælum.
  • Nr. 407/2013 um gildistöku reglugerðar ESB nr. 307/2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 8. gr. reglugerðar EB nr. 1925/2006 um að bæta vítamínum og steinefnum og tilteknum öðrum efnum við í matvæli.
  • Nr. 408/2013 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 980/2011 um gildistöku reglugerðar EB nr. 1334/2008 um bragðefni og tiltekin innihaldsefni matvæla sem hafa bragðgefandi eiginleika til notkunar í og á matvæli og um breytingu á reglugerðum EB nr. 1601/91, nr. 2232/96, nr. 110/2008 og tilskipun 2000/13/EB.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?