Fara í efni

Nýjar reglur um útflutning matvæla til Kína

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vekur athygli á nýjum reglum um útflutning matvæla til Kína frá 1. janúar 2022.

Helstu breytingar eru eftirfarandi:

  • Skráningar framleiðanda er krafist fyrir fleiri tegundir matvæla en áður
  • Samþykki fyrir skráningu fæst eftir mat kínverskra stjórnvalda í gegnum skjalaskoðun, myndbandsúttekt, úttektarheimsókn eða allt framantalið
  • Merkja þarf innri og ytri pakkningar með starfsleyfisnúmeri
  • Endurnýja þarf leyfi tímanlega. Leyfi gilda í 5 ár
  • Aukin áhersla á eftirlit MAST fyrir skráningu

Jafnframt eru m.a. kröfur um skjalastjórnun, merkingu afurða, sóttvarnir og eftirlit.

Nánari upplýsingar er að finna í óopinberum þýðingum Landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna (USDA) (á ensku):

  • Skipun 248 um skráningu og umsjón erlendra framleiðanda innfluttra matvæla
  • Skipun 249 um ráðstafanir vegna matvælaöryggis inn- og útflutnings

Sértækar ráðstafanir fyrir ferskan lax til Shanghai

Kröfur úr skipun 249 er varða umbúðir og merkingar taka gildi í dag, 10. september 2021, fyrir innfluttan ferskan lax á Pudong flugvelli í Shanghai. Það þýðir að merkja þarf innri og ytri umbúðir fyrir kældan, ferskan lax. Merkingar þurfa að vera á ensku og kínversku. Krafan mun eiga við um fleiri flugvelli á næstunni.

Framleiðendum sem selja afurðir sínar í Kína er bent á að kynna sér allar ofangreindar breytingar vel í samráði við viðskiptaaðila sína í Kína.


Getum við bætt efni síðunnar?