Fara í efni

Nýjar reglur um koffín

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Koffín er notað í matvæli bæði sem bragðefni, þ.e. til að gefa matvælum ákveðið bragð eða í þeim tilgangi að ná fram lífeðlisfræðilegum áhrifum.

Þann 12. maí sl. gaf Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið út tvær nýjar reglugerðir sem breyta þeim reglum sem gilda um notkun koffíns í matvæli. Fyrir útgáfu þessara reglugerða var íblöndun koffíns einungis leyfileg í drykkjarvörur en ekki voru til staðar nein hámarksgildi fyrir koffínmagn. Ekki voru heldur neinar hömlur á tilvist né magni koffíns frá náttúrulegum koffíngjöfum í matvælum.

Íblöndun koffíns í þeim tilgangi að ná fram lífeðilsfræðilegum áhrifum

Með nýjum reglugerðum breytast reglur hvað varðar koffín sem bætt er í matvæli í þeim tilgangi að ná fram lífeðlisfræðilegum áhrifum. Íblöndun koffíns verður nú leyfileg í öll matvæli, í ákveðnu hámarksmagni, þó með þeirri undantekningu að íblöndun koffíns í áfenga drykki verður áfram óheimil, sbr. hjálagða töflu:

Hámarksgildi taka til heildarmagns koffíns í vörum og breytir þá engu hvort um sé að ræða íblöndun hreins koffíns, útdrátta (e. extract) eða náttúrulega koffíngjafa. Óheimilt verður að framleiða, markaðssetja eða flytja inn vörur með íblönduðu koffíni þar sem heildarmagnið er meira en kemur fram í töflunni að ofan, nema með sérstöku leyfi frá Matvælastofnun.

Notkun koffíns sem bragðefni

Um notkun koffíns sem bragðefni í matvælum gildir reglugerð Evrópusambandsins nr. 1334/2008 sem innleidd var með reglugerð 980/2011. Samkvæmt þeirri reglugerð er einungis heimilt að nota koffín sem bragðefni í eftirfarandi flokka matvæla í tilgreindu hámarksmagni:

Koffín hefur margvísleg áhrif en sé þess neytt innan hóflegra marka verkar það fyrst og fremst örvandi á líkamann í gegnum miðtaugakerfið. Hafa ber í huga að neysla á koffíni í stórum skömmtum getur haft ýmis óæskileg áhrif á líkamann og andlegt ástand, ekki síst hjá börnum og unglingum.  

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?