Fara í efni

Notkun bisphenols A í umbúðum matvæla

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Vegna mikillar umræðu um bisfenól-A (BPA) í umbúðum matvæla vill Matvælastofnun koma eftirfarandi á framfæri:

Matvælaöryggisstofnun Evrópu EFSA (European Food Safety Authority) hefur látið endurmeta efnið bisphenol A og staðfestir að notkun bisphenols A í samræmi við gildandi reglur ætti ekki að vera hættuleg heilsu manna. 

Hér á landi gilda sömu reglur og í Evrópu um efni og hluti sem ætlað er að snerta matvæli. 

Efnið BPA er lífrænt efnasamband sem notað er við framleiðslu á ýmsum plastefnum, eins og polyester, polysulfone og polyeter keton, sem þráavarnarefni í mýkingarefni og til þess að hindra fjölliðun í PVC. Það gegnir lykilhlutverki í framleiðslu á polycarbonat plasti og epoxýresíni. 

  • Polycarbonat plast er notað í ýmsar algengar vörur eins og barnapela og vatnsflöskur, ýmiskonar íþróttavörur, lækningaáhöld, geisladiska og fleira 
  • Epoxy resín eru notuð til húðunar í dósir sem ætluð eru matvælum bæði niðursuðudósir og dósir fyrir drykkjavörur og einnig í sauma á niðursuðudósum.

BPA hefur verið notað í meira en 50 ár en notkun hefur aldrei verið meira en í dag. Undanfarið hefur verið umræða um hugsanleg skaðleg áhrif BPA og hafa sum lönd lýst yfir áhyggjum af notkun efnisins. Sumar verslunakeðjur hafa tekið vörur sem innihalda efnið úr hillum verslanna sinna. Niðurstöður rannsókna bæði í Evrópu og Bandaríkjunum hafa þó sýnt fram á að notkun efnsins í samræmi við reglur sé hættulaus fólki. 
      
Reglur um efni og hluti sem ætlað er að snerta matvæli kveða á um hámark flæði efna í matvæli en flæðimörk fyrir BPA úr plasti eru 0,6 mg/kg. Með flæði er átt við að efni geti borist úr umbúðum/ílátum yfir í matvæli.

Ítarefni:


Getum við bætt efni síðunnar?