Fara í efni

Myglueitur í speltmúslí

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af MUNA speltmúslí með trönuberjum, vegna þess að myglueitrið okratoxín greindist yfir mörkum í sultanas rúsínum sem eru í vörunni. Icepharma hf. hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna. 
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

  • Vörumerki: MUNA
  • Vöruheiti: Múslí spelt með trönuberjum
  • Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 31.01.2025
  • Lotunúmer: BN52441
  • Nettómagn: 500 g
  • Framleiðandi: Horst Bode Import-Export GmbH (Bode Naturkost)
  • Framleiðsluland: Þýskaland
  • Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Icepharma hf., Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.
  • Dreifing: Nettó, Þín Verslun-Kassinn, Melabúðin, Kjörbúðin, Krambúðin, Iceland, Fjarðarkaup, Hlíðarkaup.

Leiðbeiningar til neytenda:
Neytendur sem keypt hafa umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er
hægt að skila henni til verslunarinnar þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar um innköllun:
Nánari upplýsingar veitir Berglind Erna Þórðardóttir rekstrarstjóri á heilsusviði Icepharma í síma 5408071 eða með tölvupósti á netfangið berglind@icepharma.is.

Ítarefni:


Getum við bætt efni síðunnar?