Fara í efni

Myglueitur í ávaxtahristing

Matvælastofnun varar við neyslu á nokkrum framleiðslulotum af Froosh jarðarberja, banana & guava hristing (smoothie) 250 ml og 150 ml sem Core heildsala flytur inn vegna þess að varan stóðst ekki gæðaeftirlit framleiðslunnar. Myglueitrið patulin greindist of hátt í vörunni. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vörumerki: Froosh
  • Vöruheiti: Froosh Jarðarberja, Banana & Guava
  • Framleiðandi: Fazer
  • Innflytjandi: Core heildsala
  • Framleiðsluland: Svíþjóð
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetning: 150 ml 3.8.2024, 1,9.2024, 7.9.2024. 250 ml 4.8.2024, 6.10.2024, 13. 10.2024
  • Geymsluskilyrði: Kælivara eftir opnun
  • Dreifing: Bónus, Krónan, Samkaup, Hagkaup, Melabúðin og Fjarðarkaup

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni til innflytjanda Core heildsölu, Víkurhvarf 1, Kópavogi.

Ítarefni

Fréttatilkynning frá Core heildsölu

Fréttatilkynning frá heilbrigðiseftirlitinu HEF

Neytendavakt Matvælastofnunar

Fræðslupistill Matvælastofnunar um mygluð matvæli

Um myglueitur (Mycotoxin á heimasíðu WHO (Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin))

 

 


Getum við bætt efni síðunnar?