Fara í efni

Mikill áhugi á velferð dýra

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Alls bárust 60 umsóknir í stöður sérfræðinga vegna eftirlits með velferð og aðbúnaði dýra, ásamt öflun hagtalna, sem Matvælastofnun auglýsti í sumar. Matvælastofnun þakkar fyrir góðar undirtektir og er vinna við úrvinnslu umsókna hafin. Í framhaldinu verða umsækjendur boðaðir í viðtöl en miðað er við að þeir sem verða ráðnir hefji störf um næstu áramót þegar ný lög um dýravelferð og búfjárhald taka gildi. Þar með flyst búfjáreftirlit sem hingað til hefur verið á vegum sveitarfélaga til Matvælastofnunar.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?