Fara í efni

Melamín í Kínverskum mjólkurafurðum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Vegna frétta í fjölmiðlum um mjólkurduft mengað af melamíni frá Kína vill Matvælastofnun (MAST) koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri til neytenda. Engin innflutningur hefur verið frá Kína til Íslands af mjólk, mjólkurdufti eða stoðmjólkurblöndum fyrir börn. Samkvæmt tölum frá Kína hafa rúmlega 6000 börn veikst af nýrnasteinum og 4 hafa dáið vegna nýrnabilunar.

Melamín (melamide) er algengt efni sem notað er í plastiðnaði og hefur verið notað ólöglega í fóður og nú í matvæli. Þetta er gert til að skekkja mælingar á próteinum en köfnunarefni sem mælt er við próteinmælinga geta komið frá öðrum köfnunarefnisgjöfum eins og melamíní.


Á síðasta ári voru margar tegundir af gæludýrafóðri innkallaðar í Bandaríkjunum vegna melamínmengunar sem orsakaði dauða fjölda gæludýra. Í kjölfar þeirra frétta var farið í mælingar hér á landi bæði á hráefni í fóður og tilbúnu gæludýrafóðri, en ekkert melamín greindist. Sjá skýrslu um eftirlit með fóðri 2007.

Matvælastofnun er tengiliður Íslands við RASFF (Rapid Alert System for Food and Feed) viðvörunarkerfi Evrópusambandsins og EFTA ríkjanna fyrir matvæli og fóður. Með kerfinu berast tilkynningar um hættuleg matvæli og fóður. Stofnunin fylgist náið með framvindu mála en henni berast allar upplýsingar um málið í gegnum RASFF kerfið.Getum við bætt efni síðunnar?