Fara í efni

Matvælastofnun lokar Eyjafirði til skelfisksuppskeru

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

  Lömunareitrun PSP hefur greinst í kræklingi úr Eyjafirði. Í sýnum sem nýlega voru tekin til þörungaeiturs-greiningar reyndist magn PSP vera yfir viðmiðunar-mörkum. Matvælastofnun varar því við sterklega við neyslu og tínslu á kræklingi og öðrum skelfiski úr Eyjafirði.
 
Þörungaeitursgreining sem framkvæmd var þann 18. ágúst s.l. sýndi að magn PSP er yfir viðmiðunarmörkum eða 117µg/100g en mörkin eru 80µg/100g. Í síðustu viku greindust þörungar af tegundinni Alexandrium yfir viðmiðunarmörkum en þeir valda PSP eitrun.

Áhrif PSP-eitrunar ("Paralytic Shellfish Poisoning") á spendýr eru  truflun á taugaboðum og getur valdið lömun, öndunarerfiðleikum og jafnvel dauða. Þessi gerð þörungaeitrunar hverfur úr skelfiskinum á skömmum tíma eftir að þörungar hafa horfið af hafsvæðinu.

Fylgst verður á næstunni með þróun mála. Varað er við neyslu á skelfiski úr Eyjafirði þar til sýnt hefur verið fram á að PSP eitur sé undir viðmiðunarmörkum í kræklingi.Getum við bætt efni síðunnar?