Fara í efni

Matvælastofnun hefur kært ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum um niðurfellingu máls

Matvælastofnun hefur kært ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum um niðurfellingu máls þegar 3.500 laxar sluppu úr kví á eldissvæði Arctic Sea Farm við Kvígindisdal í Patreksfirði í ágúst 2023. Að mati Matvælastofnunar var innra eftirliti ábótavant og ekki var farið að verklagsreglum sem félagið hafði sett sér við slátrun sem leiddi til umfangsmikils stroks á eldisfiski.

Með hliðsjón af þeim brotalömum sem fyrir hendi voru við starfsemina og vegna ófullnægjandi verklags, sem með réttu hefði átt að koma í veg´fyrir atvikið, er það mat Matvælastofnunar að nauðsynlegt sé að rannsaka nánar tildrög og orsakir stroksins, sem og að fá afstöðu ríkissaksóknara um afgreiðslu málsins. 


Getum við bætt efni síðunnar?