Fara í efni

Lögfræðingur á stjórnsýslusviði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun óskar eftir að ráða lögfræðing á stjórnsýslusvið stofnunarinnar. Um er að ræða fullt starf á aðalskrifstofu Matvælastofnunar sem staðsett er á Selfossi.

Helstu verkefni:


  • Úrlausn lögfræðilegra viðfangsefna stofnunarinnar, s.s. afgreiðsla stjórnsýsluerinda, umsagna og álitsgerða
  • Ráðgjöf um lögfræðileg atriði á sviði stjórnsýsluréttar og annarra réttarsviða sem tengjast starfsemi stofnunarinnar
  • Framkvæmd og innleiðing löggjafar vegna EES-samningsins
  • Vinna við framkvæmd og innleiðingu löggjafar á sviði stofnunarinnar
  • Þátttaka í nefndum og samskipti við innlendar og erlendar stofnanir
  • Leyfisveitingar


Menntunar- og hæfniskröfur:


  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði 
  • Þekking á EES-samningnum og framkvæmd hans æskileg
  • Þekking og starfsreynsla í opinberri stjórnsýslu æskileg
  • Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæði í starfi 
  • Góð tölvu- og tungumálakunnátta


Nánari upplýsingar um starfið veita Viktor S. Pálsson (viktor.palsson@mast.is) og Hafsteinn Jóh. Hannesson (hafsteinn.hannesson@mast.is) og í síma 530-4800. Umsóknum ásamt ferilskrá og öðrum nauðsynlegum upplýsingum skal skilað til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, merktum “lögfræðingur” eða með tölvupósti á mast@mast.is en umsóknarfrestur er til og með 10. júní 2008. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna.

Matvælastofnun tók til starfa 1. janúar 2008 og tók þá yfir verkefni Landbúnaðarstofnunar, matvælasviðs Umhverfisstofnunar og matvælaeftirlitssviðs Fiskistofu. Matvælastofnun sinnir stjórnsýslu, eftirliti og þjónustu við íslenskan landbúnað og sjávarútveg, fyrirtæki og neytendur. Hlutverk stofnunarinnar er að stuðla að öryggi matvæla og neytendavernd, standa vörð um heilbrigði dýra og plantna, stuðla að aukinni velferð dýra, hafa eftirlit með áburði, fóðri, sáðvöru og veiði í ám og vötnum, sinna stjórnsýslu vegna kjötmats, almenns búfjáreftirlits og búvara. Starfsmenn eru um 75 talsins. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðu stofnunarinnar, www.mast.is.



Getum við bætt efni síðunnar?