Fara í efni

Lítil efnamengun í fyrstu ösku

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Mynd: Grétar Einarsson
   
Rannsakað var sýni frá Kirkjubæjarklaustri sem safnað var aðfaranótt 22. maí 2011. Öskufall var þá um 9,4g/fermetra. Eins og í undanförnum Grímsvatnagosum er fyrsta askan hreint glerríkt berg með mjög lítið magn efna á yfirborði, þ.m.t. flúor eða 5-10 mg/kg af vatnsleysanlegum flúor á yfirborði.
 
Nái eldvarpið að þurrkast upp má vænta mun meiri efnamengunar.


Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?