Fara í efni

Leiðbeiningar um notkun aukefna

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Framkvæmdastjórn ESB hefur birt tvennar leiðbeiningar með það að markmiði að auðvelda framleiðendum matvæla að uppfylla reglur um notkun aukefna.

Annars vegar eru leiðbeiningar með skilgreiningum og lýsingum á matvælaflokkum aukefnalista aukefnareglugerðarinnar. Listinn er í E-hluta í II. viðauka reglugerðar EB nr. 1333/2008, sem innleidd er með reglugerð nr. 978/2011. Í listanum kemur fram hvaða aukefni eru leyfileg í viðkomandi matvælaflokki og í hvaða magni.  Leiðbeiningarnar auðvelda flokkun matvæla í þessa matvælaflokka.

Hins vegar eru það leiðbeiningar um flokkun matvælaútdrátta með litgefandi eiginleika (food extracts with colouring properties). Aukin eftirspurn og notkun útdrátta/extrakta í stað viðurkenndra litarefna (aukefna) með E-númeri til að gefa matvælum lit, hefur leitt til þess að framleiddir eru útdrættir sem ekki er augljóst hvort flokka eigi sem litarefni. Leiðbeiningunum er ætlað að auðvelda þá flokkun.

Þessar leiðbeiningar skulu lesnar með hliðsjón af þeim reglugerðum sem þær eiga við. Þær eru sem stendur eingöngu fáanlegar á ensku.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?