Fara í efni

Kynningarfundur fyrir fiskiðnaðinn um nýja matvælalöggjöf

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun heldur kynningarfund fyrir fiskiðnaðinn um nýja matvælalöggjöf fimmtudaginn 11. febrúar n.k. kl. 14:00-16:00  í húsi Samtaka atvinnulífsins að Borgartúni 35, 105 Reykjavík þar sem breytingar sem snerta fiskvinnslur verða til umfjöllunar.


  Ný matvælalöggjöf tekur gildi 1. mars. n.k. Sérkröfur til búfjárafurða taka gildi 1.nóvember 2011. Kynningin er ætluð stjórnendum matvælafyrirtækja en samkvæmt skilgreiningu í löggjöfinni (Lög nr. 143/2009) er matvælafyrirtæki fyrirtæki eða einstaklingur sem rekur starfsemi í tengslum við framleiðslu, vinnslu eða dreifingu matvæla á einhverju stigi, hvort sem það starfar í ágóðaskyni eður ei, og hvort sem það er einkarekið eða opinbert fyrirtæki. 

Dagskrá:


  • Af hverju ný matvælalöggjöf?  
  • Breyttar kröfur til matvælafyrirtækja?
  • Hvernig breytist eftirlit með matvælafyrirtækjum?
  • Nýjar áherslur varðandi fisk og fiskafurðir?


Fulltrúar frá Matvælastofnun annast kynningu og verður boðið upp á umræðu að henni lokinni.

Fundurinn er skipulagður í samstarfi við Samtök fiskvinnslustöðva og ber að tilkynna þátttöku í síma 591-0350 eða með tölvupósti á netfangið bragi@sf.is.

Kynningarfundur fyrir matvælafyrirtæki og fiskiðnaðinn um nýja matvælalöggjöf verður einnig haldinn á Akureyri mánudaginn 22. febrúar kl.14:30 – 16.30 í fundarsalnum Ánni á fjórðu hæð Alþýðuhússins að Skipagötu 14. Þar verða einnig tekin fyrir málefni sem snerta fiskiðnaðinn og eru aðilar í fiskiðnaði á Norðurlandi hvattir til að mæta. Skráning á þann fund fer í gegnum 591-0100 eða mottaka@si.is.


Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér matvælalöggjöfina á vef MAST.  

Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?