Fara í efni

Koffín: Neysla og áhrif

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur gefið út bæklinginn Koffín: Neysla og áhrif. Í bæklingnum er meðal annars fjallað um hámarksneyslu koffíns, áhrif efnisins á líkamann og í hvaða matvælum koffín er að finna. Bækling ásamt fyrirlestrum frá fræðslufundi MAST um koffín má nálgast á heimasíðu stofnunarinnar.

Hámarkneysla barna og unglinga miðað við líkamsþyngd er skilgreind í bæklingnum, ásamt ráðlegum dagskammti fyrir fullorðna og fyrir barnshafandi konur. Fjallað er um hvaðan koffín kemur, í hvaða matvælum efnið er að finna og gefin dæmi um magn koffíns í hefðbundnum koffín-ríkum neysluvörum. Áhrif koffíns á líkamann eru tekin fyrir og farið sérstaklega í áhrif efnisins á börn, unglinga og barnshafandi konur. Að lokum kemur bæklingurinn inn á orkudrykki, koffín magn þeirra og áhrif neyslu þeirra með áfengum drykkjum.

Sjá:

    Fræðslufundur MAST: Koffín
    Bæklingur: Koffín - Neysla og áhrifGetum við bætt efni síðunnar?