Fara í efni

Kadmíum í avókadó

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á Avocado Hass avókadó frá Perú sem Bananar ehf. hafa flutt inn og greindist með kadmíum yfir leyfilegum mörkum. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.

Tilkynningin barst til Íslands í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði.

Einungis er um að ræða innköllun á eftirfarandi framleiðslulotum:

  • Vöruheiti: Avókadó (Avocado Hass) – Avókadó í neti, avókadó í lausu og 2pack avókadó.
  • Lotunúmer: LOT 25G & LOT 26B (24-03).
  • Upprunaland: Perú.
  • Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Bananar, Korngörðum 1, 104 Reykjavík.
  • Dreifing: Bónus og Hagkaup um allt land, ýmis stóreldhús

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni til fyrirtækisins gegn endurgreiðslu. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?