Fara í efni

Ítrekun vegna skráningar á ræktun matjurta

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun ítrekar að þeir sem stunda ræktun matjurta í atvinnuskyni eiga samkvæmt matvælalögum að skrá starfemina sbr. frétt frá 18.12.2013. Stofnunin hvetur ræktendur matjurta til að skrá starfsemi sína eigi síðar en 15. janúar 2014 í gegnum þjónustugátt stofnunarinnar. Matvælastofnun heldur skrá um ræktendur matjurta sem selja afurðir sínar á almennum markaði. Einnig skal tilkynna breytingar á starfseminni til stofnunarinnar s.s. ræktun óskyldra tegunda og stöðvun starfsemi.

Tíðni eftirlits verður ákvörðuð með áhættumati sem byggir á magni, tegund matjurta og starfsemi. Samhliða skráningunni fer fram söfnun upplýsinga sem notaðar verða við slíkt áhættumat.

Nánari upplýsingar er að finna hér að neðan.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?