Fara í efni

Innköllun á kjúklingum vegna gruns um salmonellusmit

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
  Grunur um salmonellu hefur komið upp í kjúklingi framleiddum af Matfugli. Tilkynnt var um innköllun á kjúklingum með rekjanleikanrúmeri 215-11-40-1-06 á föstudaginn 11. nóvember. Fyrirtækið hefur ákveðið að innkalla einnig kjúklinga með rekjanleikanúmerin  011-11-40-5-34,011-11-40-6-34, 011-11-40-2-02, 011-11-40-3-41,01-11-40-4-42. Hafi fólk kjúklinga heima hjá sér með áðurnefndu númerum skal þeim skilað til Matfugls ehf. eða til verslunarinnar.

Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?