Innköllun á Frugt til Smoothies vegna framleiðslugalla
Frétt -
31.01.2011
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar í gegnum heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um innköllun á vöru vegna framleiðslugalla.
Aðföng hafa tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á ávaxtablöndunni Frugt til Smoothies Exotic Yellow þar sem aðskotahlutur fannst í einni pakkningu af vörunni. Um er að ræða varúðarráðstöfun og einskorðast innköllunin eingöngu við vöru með eftirfarandi upplýsingum:
|
|
Tegund innköllunar: Aðskotahlutur. Vöruheiti: Frugt til Smoothies Exotic Yellow. Umbúðir: Poki. Nettóþyngd: 391 g Framleiðandi: Zhejiang Zhongda Newland Co. Ltd. Í Kína fyrir Dansk Supermarked A/S í Danmörku. Geymsluskilyrði: Frystivara. Best fyrir: 14.10.2011 (prentað neðst á bakhlið). Pökkunardagur: 14.04.2010. Strikanúmer: 5701012876748. Dreifing: Verslanir Bónuss og Hagkaupa um land allt. |
Frugt til Smoothies Exotic Yellow með ofangreindri best fyrir merkingu er ekki lengur á markaði. Neytendur sem eiga í fórum sínum Frugt til Smoothies Exotic Yellow með ofangreindri best fyrir merkingu eru beðnir um að hafa samband við Aðföng í síma 530 5645 eða á netfangið gaedastjori hjá adfong.is.
Ítarefni