Fara í efni

Hunter líklega hræddur og svangur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Hundurinn Hunter sem slapp úr flutningsbúri á Keflavíkurflugvelli er enn ófundinn. Þrír sólarhringar eru síðan óhappið varð og er hann nú að öllum líkindum bæði hræddur og svangur. Talið er að hann sé á utanverðum Suðurnesjum. Líklegt er að hann leiti í mannabústaði að mat og hlýrri hönd, því Hunter er 8 ára blíður heimilishundur að sögn eiganda.

Verði fólk hans vart er það beðið um að hafa tafarlaust samband við lögreglu. Það má reyna að laða hann til sín með mat en þarf þá að hafa tiltæka ól og taum til að setja á hann eða möguleika á að loka hann inni. Mjög mikilvægt er að gæta þess að hann komist ekki í snertingu við hunda eða önnur gæludýr. Hús eða búr sem hann kynni að vera tekinn í þarf að þrífa vel og sótthreinsa, og fólk þarf að gæta persónulegs hreinlætis s.s. að þvo föt og hendur. Þeir sem finna hundinn geta fengið nánari leiðbeiningar hjá Matvælastofnun í síma 530-4800. Símanúmer lögreglunnar á Suðurnesjum er 420-1800.

Meðfylgjandi er mynd af Hunter sem sýnir vel einkennandi bletti á trýni.


Getum við bætt efni síðunnar?