Fara í efni

Hundur slapp á Keflavíkurflugvelli

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Óhapp varð við flutning á hundi á Keflavíkurflugvelli í morgun með þeim afleiðingum að hann slapp úr flutningsbúrinu. Hundurinn var á leið frá Bandaríkjunum til Svíþjóðar. Leit hófst samstundis en hann er enn ófundinn og stendur leit yfir. Um er að ræða svartan og hvítan border collie, sem gegnir nafninu Hunter. Eins og flestir vita gilda strangar reglur um innflutning hunda til Íslands, m.a. 28 daga einangrun. Tilgangur þeirra er að tryggja eins og best verður á kosið að ekki berist til landsins ný smitefni. Þessi hundur er bólusettur gegn öllum helstu sjúkdómum en getur borið með sér önnur smitefni og sníkjudýr sem algeng eru erlendis en eru ekki til staðar hér á landi. Gæludýraeigendur í nágrenni Keflavíkurflugvallar eru beðnir um að gæta þeirra vel á meðan hundurinn er ófundinn og halda hundum sínum hjá sér, ekki sleppa þeim lausum og alls ekki láta þá koma í snertingu við hundinn verði þeir hans varir. Hver sem kynni að sjá til hundsins er beðinn um að tilkynna það til lögreglunnar á Suðurnesjum án tafar í síma 4201800.Getum við bætt efni síðunnar?