Fara í efni

Hrossakjöt í erlendum hamborgurum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Upplýsingar hafa borist Matvælastofnun frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að heilbrigðiseftirlitið hafi látið taka af markaði og innkalla frá neytendum eftirfarandi matvæli: 

 
 

  • Vöruheiti:  Iceland 4 beef quarter pounders 
  • Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Ísland verslun hf, Sundaborg 11, 104 Reykjavík 
  • Auðkenni/skýringartexti: Leifar af hrossakjöti fundust í vörunni.  Á merkingu vörunnar stendur 100% nautakjöt og er innihaldslýsing því röng. 
  • Laga- /reglugerðarákvæði: a)- og c) liðir 8. gr. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. 
  • Áætluð dreifing innanlands: verslanir Iceland í Engihjalla 8, Kópavogi og að Fiskislóð 3, Reykjavík. 
Með vísun til framangreindra upplýsinga og 8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, er Ísland verslun ehf, gert skylt að stöðva nú þegar dreifingu ofangreinds matvælis og innkalla það af markaði og skal það ekki vera í dreifingu eftir 17. janúar 2013. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?