Fara í efni

Hættuástand vegna gasmengunar við Grindavík

Í ljósi hættuástands vegna aukinnar gasmengunar frá gosinu við Grindavík vill Matvælastofnun benda dýraeigendum í og við Grindavík á að fylgjast vel með vindátt og magni brennisteinstvíildis nærri gripahúsum. Í tilfellum þar sem gasmengun mælist há er talið nauðsynlegt að dýr / sauðfé verið flutt af svæðinu þangað sem loftgæði eru betri. Brennisteinstvíildi hefur neikvæð áhrif á heilsu dýra. Hár styrkur getur hindrað öndun, ert augu, nef og háls og jafnvel valdið köfnun.


Getum við bætt efni síðunnar?