Fara í efni

Grunur um salmonellu í kjúklingi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Grunur er um salmonellusmit í ferskum kjúklingum frá fyrirtækinu Matfugli ehf. Matvælastofnun hefur óskað eftir að fyrirtækið innkalli allar afurðir með rekjanleikanúmer  011-08-44-5-33. Um er að ræða 13440 fugla sláturhóp sem slátrað var 2. desember síðastliðinn og  6680 fugla sláturhóp úr sama eldishúsi sem slátrað var þann 3. desember eða alls 20120 kjúklingar.

Við hverja slátrun eru tekin sýni af kjúklingi til salmonellurannsókna og vaknaði grunur um salmonellu í einu sýni úr síðari sláturhóp. Endanleg staðfesting á því hvort um salmonellu er að ræða er væntanleg næstu daga og er fyrirtækinu skylt að farga viðkomandi afurðum eða hitameðhöndla þær reynist sláturhópar smitaðir. Ekki er vitað hvernig né hvaðan smitið hefur borist í kjúklingana.

Neytendum er bent á leiðbeiningar um rétta meðhöndlun á hráum kjúklingi.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Örn Hansson hjá Matvælastofnun.Getum við bætt efni síðunnar?