Fara í efni

Glúten í glútenfríum bjór

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vill vara við glútenfríum björ Snublejuice frá To Öl sem Rætur og vín ehf. flytur inn vegna þess að glúten fannst í bjórnum. Fyrirtækið með aðstoð heilbrigðiseftirlits Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness hefur innkallað vöruna.

Tilkynning um innköllunina barst fyrst til Matvælastofnunar í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vörumerki: Snublejuice
  • Framleiðandi: To Øl
  • Framleiðsluland: Danmörk
  • Best fyrir:
  • 30/05/23
  • 31/05/23
  • 15/06/23
  • 03/08/23
  • 19/08/23
  • 06/09/23
  • 27/10/23
  • 14/11/23
  • 22/12/23
  • 23/12/23
  • Innflytjandi: Rætur og vín ehf. Vesturvör 32B, Kópavogi
  • Dreifing: ÁTVR og Brewdog

Viðskiptavinir geta skilað vörunni í næstu Vínbúð gegn endurgreiðslu.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?