Fara í efni

Glerbrot finnst í salati

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun á íslensku batavía salati sem Hollt og gott ehf. hefur dreift á markað. Ástæðan er að það fannst glerbrot í vörunni. Framleiðandinn garðyrkjustöðin Ösp, Laugarási hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Suðurlands innkallað vöruna og sent út fréttatilkynningu.

Innköllunin á við vöru sem hafa verið á markað eftir 21. febrúar:

  • Vöruheiti: Íslenskt batavía salat í pottum
  • Framleiðandinn: Garðyrkjustöðin Ösp, Laugarási
  • Dreifingaraðilinn: Hollt og Gott ehf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík
  • Strikanúmer: 5690628007748 eða 6690628001494
  • Dreifing: Bónus, Krónan, Hagkaup, Melabúðin, Kaupfélag Skagfirðinga

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila henni í næstu verslun eða hafa samband við dreifingaraðila Hollt og Gott ehf. 

Ítarefni

Fréttatilkynning frá fyrirtækinu Hollt og Gott ehf.

 


Getum við bætt efni síðunnar?