Fara í efni

Gin- og klaufaveiki

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Gin- og klaufaveiki hafa flestir heyrt um og mörgum er í fersku minni gífurlega stór faraldur veikinnar í Bretlandi árið 2001. - En hvers konar sjúkdómur er þetta og af hverju er svona mikilvægt að verjast honum?

Gin- og klaufaveiki er veirusjúkdómur sem leggst á klaufdýr. Hún er bráðsmitandi þannig að mörg dýr veikjast. Aðgerðir til upprætingar veikinnar geta verið gífurlega kostnaðarsamar vegna þess hversu hratt hún breiðist út.

Veikin hefur aldrei komið upp á Íslandi en veiran getur auðveldlega borist til landsins og því er mjög mikilvægt að ýtrustu smitvarna sé gætt á öllum vígstöðvum. Annars vegar þarf reyna að koma í veg fyrir að smitefnið berist með fólki og vörum frá löndum þar sem veikin er til staðar, og hins vegar þurfa bændur að tryggja eins og kostur er að smit berist ekki inn á þeirra bú.

Gin- og klaufaveiki

Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins fjallar sóttvarnadýralæknir Matvælastofnunar um gin- og klaufaveiki og námskeið sem haldin eru á vegum European Commission for the control of Foot-and-Mouth Disease (EuFMD) sem Ísland er aðili að. 


Getum við bætt efni síðunnar?