Fara í efni

Gat á sjókví í Arnarfirði – niðurstöður eftirlits

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Rétt var brugðist við tjóni á sjókví Arnarlax í Arnarfirði við Hringsdal sem uppgötvaðist þann 22. janúar sl. Viðbragðsáætlun fyrirtækisins var virkjuð og tilkynning barst Matvælastofnun og Fiskistofu sama dag og tjónið varð. Viðbragðsáætlun var aðgengileg á eldissvæði og starfsmenn eldisins höfðu fengið viðeigandi þjálfun.

Gatið uppgötvaðist við skoðun kafara á nótarpoka. Ekki er vitað hvenær gatið myndaðist en síðasta skoðun kafara áður en tjón kom í ljós var 3. desember. Enginn eldislax hefur veiðst í net sem lögð voru af Arnalaxi í samráði við Fiskistofu.

Orsök tjónsins reyndist vera galli í framleiðslu nótarpokans sem leiddi til þess að átak á nótarpokann varð rangt. Matvælastofnun gerir kröfu um að fyrirtækið yfirfari verklag til að fyrirbyggja að slíkt endurtaki sig.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?