Fara í efni

GAJA hefur fengið leyfi til gas- og jarðgerðar

Matvælastofnun hefur gefið út leyfi til Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu bs. (GAJA) til gas- og jarðgerðar úr matarafgöngum, sem falla til í heimiliseldhúsum og stóreldhúsum. Sömuleiðis hefur starfsstöðin leyfi til að vinna úr ósöluhæfum matvælum frá verslunum og heildsölum. Hráefni GAJA skulu vera sérflokkuð á upprunastað og sett í þar til ætlaða söfnunarpoka áður en þau fara í flokkunartunnur (brúnar tunnur).

GAJA mun nú gegna lykilhlutverki í endurnýtingu næringarefna í matarleyfum og stuðlar þannig að hringrás þeirra.

Minnt er á að þessi framleiðsla hefst í eldhúsum og er mikilvægt að hráefnin séu flokkuð samviskusamlega og þess gætt að óleyfileg efni fari ekki með matarleyfum í söfnunarpokana.


Getum við bætt efni síðunnar?