Fara í efni

Fyrstu niðurstöður úr villtum fuglum vegna fuglaflensu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Borist hafa niðurstöður úr fyrstu 19 sýnunum sem tekin voru úr villtum fuglum hér innanlands. Sýnin voru send til mótefnamælingar hjá Central Veterinary Laboratory í Weybrigde, Bretlandi. Öll sýnin reyndust vera neikvæð m.t.t. mótefna gegn fulgaflensu H5 og H7.  

Sýnin voru tekin úr 14 grágæsum, 4 álftum og einni stokkönd. Öll sýnin voru tekin úr lífanda fuglum, að undanskildum 3 sem voru úr sjálfdauðum fuglum (2 grágæsum og einni stokkönd). Sýnin úr lífandi fuglum voru tekin við Tjörnina í Reykjavík í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands.

Birt á vef Yfirdýralæknis þann 17. janúar 2006 



Getum við bætt efni síðunnar?