Fylgdu hinum 5 „einungis“ reglum um notkun sýklalyfja
Í tilefni vitundarviku um skynsamlega notkun sýklalyfja dagana 18.-24. nóvember hefur Matvælastofnun gefið út fræðsluefni fyrir bændur frá Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni.
Þetta er annars vegar veggspjald þar sem teknar eru saman hinar fimm "einungis" reglur er varðar notkun á sýklalyfjum. Smelltu á veggspjalið til að opna það sem pdf.
Hins vegar er þetta einblöðungur þar sem dregnar hafa verið saman upplýsingar um sýklalyfjaónæmi og hvað bændur og dýraeigendur geta gert í baráttunni við sýklalyfjaónæmi. Smelltu á einblöðunginn til að opna sem pdf.
Skynsamleg notkun sýklalyfja spilar stórt hlutverk í því að draga úr myndun og útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og allir geta lagt sitt af mörkum. Bændur og aðrir dýraeigendur eru hvattir til að kynna sér þetta fræðsluefni og huga að því hvort það sé eitthvað í þeirra störfum eða nærumhverfi sem hægt er breyta til að draga úr þörf á sýklalyfjum.
Ítarefni
- Sýklalyfjaónæmi í gæludýrum - frétt Matvælastofnunar frá 09.05.19
- Sýklalyfjaónæmi er ekki á niðurleið í Evrópu - frétt Matvælastofnunar frá 27.02.19
- Vöktun á sýklalyfjaónæmi í kjöti og dýrum 2018 - frétt Matvælastofnunar frá 20.03.19
- Samningur milli Íslands og EFSA um rannsóknir á sýklalyfjaónæmi - frétt Matvælastofnunar frá 04.07.19
- Leiðbeiningar Matvælastofnunar um ábyrga notkun sýklalyfja við slefsýki í lömbum