Fuglaflensa á Englandi
![]() |
Þann
13. nóvember s.l. greindist alvarlegt afbrigði af fuglaflensu á
kalkúnabúi í Suffolk í Englandi. Öllum fuglum á búinu var lógað.
Faraldsfræðilegum upplýsingum var safnað og í kjölfar þess voru fjögur
önnur bú skilgreind sem áhættubú. Ákvörðun var síðan tekin um að lóga
einnig öllum fuglum á þeim. Smitleið hefur ekki verið staðfest en
rannsókn á veirunni hefur sýnt að hún er mjög lík þeim veirum sem
greindust í Tékklandi, Þýskalandi og Frakklandi á þessu ári. |
Landbúnaðarstofnun
fylgist náið með þróun mála í Bretlandi þar sem vetrarstöðvar margra
íslenskra farfugla eru. Engin ástæða er þó til að grípa til sérstakra
varúðarráðstafana hér á landi núna þar sem að á þessum árstíma eru
fuglar ekki að koma til landsins. Fólk sem er á ferð um svæði þar sem
fuglaflensa hefur greinst er þó minnt á að gæta smitvarna, forðast
snertingu við fugla, flytja ekki með sér til Ísland neitt sem smitið
getur borist með og fara ekki inn á fuglabú hér fyrstu 48 klst eftir
komu til landsins. |