Fara í efni

Frestun gildistöku nýs heilbrigðisvottorðs fyrir fiskafurðir til Kína

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Innleiðingu nýs heilbrigðisvottorðs fyrir útflutning frystra eða kældra fiskafurða til Kína hefur verið frestað. Matvælastofnun sendi kínverskum yfirvöldum tillögu að breytingu á nýju heilbrigðisvottorði sem nú bíður samþykktar. Eldra vottorð verður áfram í gildi þar til samþykki kínverskra yfirvalda liggur fyrir.  

Fyrir nokkrum vikum sendu kínversk yfirvöld nýtt heilbrigðisvottorð til Matvælastofnunar vegna útflutnings kældra og frystra fiskafurða til Kína. Breytingarnar áttu að taka gildi 1. janúar 2021. Helstu tillögur um breytingar varða varnir gegn COVID-19 í matvælaframleiðslu og skráningu íslenskra veiðiskipa á lista í Kína.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?