Fara í efni

Flutningur gæludýra til Noregs

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Frá og með 1. mars 2014 hættu Norðmenn að taka við hvolpum og kettlingum sem ekki hafa verið bólusett gegn hundaæði.  Í marsmánuði var þó heimilt að koma með þau gæludýr sem þegar hafði verið gert samkomulag um að yrðu flutt inn óbólusett.  Nú er sú heimild ekki lengur til staðar og því er og verður framvegis óheimilt að koma til Noregs með gæludýr sem ekki eru bólusett gegn hundaæði.

Ítarefni

Frétt uppfærð 09.04.14


Getum við bætt efni síðunnar?