Fara í efni

Flutningur á líflömbum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur ákveðið að framlengja frest til þess að sækja um leyfi til flutnings líflamba á milli landssvæða til 7. júlí.

Sótt er um leyfi til líflambaflutnings rafrænt inni á Þjónustugátt á heimasíðu Matvælastofnunar www.mast.is


Vakin er athygli á því að á riðusvæðum þar sem riða hefur greinst undanfarin 20 ár er bannað að flytja lifandi fé á milli hjarða. Eftirfarandi varnarhólf teljast sýkt

  • Landnámshólf að hluta - Sveitarfélögin Ölfus, Hveragerði og Árborg og Grafningur í Grímsnes- og Grafningshreppi teljast sýkt
  • Vatnsneshólf
  • Húna- og Skagahólf
  • Tröllaskagahólf að hluta til - Dalvíkurbyggð norðan Hámundarstaða telst sýkt svæði.
  • Skjálfandahólf að hluta – öll svæði önnur en Skútustaðahreppur, Engidalur og Lundarbrekka og bæir þar fyrir sunnan teljast sýkt.
  • Suðurfjarðahólf
  • Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf
  • Biskupstungnahólf

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?