Fara í efni

Flúormengun og öryggi matvæla í Reyðarfirði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun fylgist með vöktun á mengun frá álveri Alcoa í Reyðarfirði  með tilliti til öryggis matvæla. 

Nú hafa hækkuð gildi mælst í grasi þriðja sumarið í röð. Sumarið 2013 voru tekin sýni af grasi, rabarbara, kartöflum, grænkáli og berjalyngi og má sá niðurstöður þeirra mælinga í skýrslu hér.

Hvað varðar matjurtir þá er styrkur í ávöxtum og rótum ekki hár þó flúor sé hátt í laufum sömu plantna. Flúorið situr á yfirborði plantna og því bendir Matvælastofnun fólki á að það getur losnað við stóran hluta af flúori af yfirborði matjurta eins og salats og berja með því að skola vel með vatni fyrir neyslu.

Varðandi afurðir dýra sem alin eru á svæðinu stafar neytendum engin hætta af neyslu þess.

Ítarefni

Skýrsla: Alcoa Fjarðaál Umhverfisvöktun 2013 

Frétt Matvælastofnunar: Vöktun flúors í Reyðarfirði 19.10.2012



Getum við bætt efni síðunnar?