Fara í efni

Flóðahætta – gripir á útigangi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Almannavarnir hafa gefið út viðvörun vegna mögulegrar hláku á morgun, föstudaginn 20. janúar, en flestar ár eru ísi lagðar. Sterkar líkur eru á að lægð gangi yfir landið með nokkrum hlýindum og mikilli úrkomu.

Í aðstæðum sem þessum hafa orðið umtalsverð flóð og gripir orðið innlyksa. Hafi búfjáreigendur á þessum svæðum ekki komið þeim fyrir í landi sem liggur hærra hefur reynst erfitt að koma þeim til hjálpar. Því eru eigendur útigangsgripa þar sem líkur geta verið á flóðum beðnir um að huga að því hvort efni séu til að koma þeim á hærra land fari svo að ár ryðji sig.


Getum við bætt efni síðunnar?