Flæði efna yfir mörkum í eldhúsáhaldi úr plasti
Frétt -
30.06.2023
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við notkun á eldhúshaldi úr plasti frá Paderno World Cuisine sem verslunin Fastus flytur inn vegna flæði efna sem eru yfir leyfilegum mörkum. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðva sölu og innkallað vöruna.
Tilkynningin um innköllun á vörunni kom til Matvælastofnunar í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu.
Innköllunin á eingöngu við tiltekna vöru:
- Vörumerki: Paderno World Cuisine
- Vöruheiti: PA+ plus Flexible Spatula
- Strikamerki: 8014808715020
- Framleiðsluland: Kína
- Innflutningsfyrirtækið: Fastus, Síðumúla 16, 108 Reykjavík.
- Dreifing: Verslun Fastus, Síðumúla 16, ýmis stóreldhús.
Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna vinsamlegast hætti að nota hana og fargið eða skilið til verslunarinnar.