Fara í efni

Fjárfestingastuðningur í sauðfjárrækt – yfirferð umsókna lokið

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur lokið yfirferð umsókna um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt vegna framkvæmda á árinu 2019. Umsækjendur geta nú nálgast svarbréf við umsókn sinni inni á Bændatorginu undir Rafræn skjöl > Bréf.

Alls bárust 56 umsóknir, af þeim voru 55 umsóknir samþykktar en einni umsókn var hafnað. Heildarkostnaður við framkvæmdir sauðfjárbænda samkvæmt umsóknunum er um 418 milljónir króna. Umsóknir vegna nýframkvæmda voru 16 en umsóknir vegna endurbóta 40.  Fjárhæð til úthlutunar að þessu sinni er 60.565.056 kr. Skerða þurfti stuðningsgreiðslur hlutfallslega á allar samþykktar umsóknir í samræmi við 27. gr. reglugerðarinnar og er styrkhlutfall til úthlutunar um 14,5% af heildarkostnaði umsókna. Í ár er hæsti styrkur áætlaður 6.056.506 kr. en lægsti styrkur 155.657 kr. 

Um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt er fjallað í V. kafla reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt. Markmið stuðningsins er að stuðla að bættum aðbúnaði sauðfjár og hagkvæmari búskaparháttum. Stuðningur er veittur bæði til nýframkvæmda og endurbóta á eldri byggingum og er þetta annað ár úthlutunar.


Getum við bætt efni síðunnar?