Fara í efni

Fjárfestingastuðningur í sauðfjárrækt

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt í samræmi við reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt (V. kafla). Umsóknum um fjárfestingastuðning vegna framkvæmda á árunum 2018-2019 skal skilað inn rafrænt á Bændatorginu eigi síðar en 15. mars. Umsóknarfrestur verður ekki framlengdur. 

Markmið stuðningsins er að stuðla að bættum aðbúnaði sauðfjár og hagkvæmari búskaparháttum.

Skilyrði fyrir veitingu fjárfestingastuðnings er að finna í 26. gr. reglugerðarinnar og eru vegna:

  • Nýframkvæmda
  • Endurbóta á eldri byggingum

Fylgiskjöl sem skila þarf með umsókn eru:

  • Sundurliðuð kostnaðar- og framkvæmdaráætlun með tímasettri verkáætlun
  • Byggingarleyfi eða staðfesting byggingarfulltrúa um að byggingarleyfis sé ekki krafist vegna framkvæmdar
  • Samþykktar teikningar ef við á
  • Leyfi þinglýstra eigenda jarðar fyrir framkvæmd

Fjárfestingastuðningur fyrir hvern framleiðanda getur að hámarki numið 20% af stofnkostnaði ef heildarkostnaður fer yfir eina milljón króna.


Getum við bætt efni síðunnar?